Ólympíumeistarinn Lilly King segir það ljóst að hún og aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í sundi muni þurfa að keppa við svindlara.
Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu hófst í þessari viku þar sem keppt var í dýfingum, vatnspóló og listrænu sundi. Fyrstu undanrásirnar í hefðbundnum sundgreinum munu hefjast á morgun.
Lilly King er margfaldur verðlaunahafi í bringusundi og vann gullverðluan í 100m bringusundi í Ríó 2016, þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir varð sjötta.
„Ég held við getum öll sagt að á einhverjum tímapunkti munum við þurfa að keppa við fólk sem notar ólögleg lyf. Við ættum ekki að þurfa að segja þetta,“ sagði King sem hefur verið gagnrýnin á hvernig sundsambandið tekur á lyfjamisnotkun.
„Það er sorglegt að við höfum öll þurft að keppa við þau sem brjóta reglurnar og að þau eru líklega öll að keppa á þessu móti.“
Orð King voru svör við spurningum blaðamanna út í mál Sun Yang, þrefalds Ólympíumeistara frá Kína. Fréttir herma að Sun hafi sloppið við lyfjabann með því að eyðileggja blóðprufur.
Alþjóðasundsambandið ákvað að dæma Sun ekki í bann þegar hann var sakaður um lyfjamisnotkun í janúar. Alþjóðlega lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri ákvörðun til Íþróttadómstólnum, þar sem mál Sun verður tekið fyrir.
Ísland á fjóra keppendur á HM, þau Anton Svein McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttur, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Kristinn Þórarinsson.
Anton Sveinn verður fyrstur Íslendinganna í laugina, hann keppir í 100m bringusundi á aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma.
"Þurfum að keppa við fólk sem notar ólögleg lyf á HM“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn