Látinn hætta störfum því hann var heltekinn af Tupac Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:23 Foxhoven (t.v.) er heltekinn af rapparanum Tupac (t.h.). Samsett/Getty Jerry Foxhoven, fyrrverand framkvæmdastjóri félagsmálasviðs Iowa-ríkis, var látinn segja starfi sínu lausu af heldur undarlegum ástæðum.Bandaríski vefmiðillinn The Hill greinir frá því að ríkisstjóri Iowa, Repúblikaninn Kim Reynolds, hafi beðið Foxhoven að stíga til hliðar þar sem sá síðarnefndi væri einfaldlega heltekin af bandaríska rapparanum Tupac Shakur. Foxhoven er sagður hafa sent um 350 blaðsíðna virði af tölvupóstum tengdum rapparanum á fjölmarga starfsmenn félagsviðs Iowa. Þá hélt Foxhoven um árabil upp á „Tupac-föstudaga“ á vinnustaðnum þar sem hann spilaði tónlist rapparans hátt og snjallt. Kornið sem fyllti mælinn var síðan þegar Foxhoven sendi tölvupóst á alla 4300 starfsmenn félagssviðs þann 16. júní síðastliðinn, á afmælisdegi Tupacs. 16. júní er einnig Feðradagurinn sem tekinn er nokkuð alvarlega í Bandaríkjunum. „Þið hafið nú þegar fengið frá mér póst með áminningu um að 16. júní er Feðradagurinn. Ég er viss um að þið vitið öll að 16. júní er líka afmælisdagur 2Pacs. (Hann hefði orðið 48 í dag, væri hann á lífi). Auðvitað mun ég halda upp á bæði Feðradaginn og afmælisdag 2Pacs. Ég vona að þið njótið dagsins líka, og takið ykkur tíma til þess að hlusta á eitt af lögum hans. (Erfitt að trúa því að hann sé búinn að vera farinn í næstum 23 ár)“ stóð meðal annars í póstinum. Í samtali við AP sagðist Foxhoven ekki hafa fengið útskýringu á brottrekstri sínum, en honum þætti ólíklegt að það væri vegna Tupac-póstanna. Þeir hafi verið sendir til þess að reyna að vinna gegn fordómafullum staðalímyndum rapptónlistar. Here is the email 66 year old Jerry Foxhoven sent to his staff, the day he was fired. He notes 2Pac's bday is also Father's day "Hard to believe he has been gone for almost 23 years" By all accounts, a kind email pic.twitter.com/ohSxSVpzJL — Tim Mak (@timkmak) July 17, 2019 Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Jerry Foxhoven, fyrrverand framkvæmdastjóri félagsmálasviðs Iowa-ríkis, var látinn segja starfi sínu lausu af heldur undarlegum ástæðum.Bandaríski vefmiðillinn The Hill greinir frá því að ríkisstjóri Iowa, Repúblikaninn Kim Reynolds, hafi beðið Foxhoven að stíga til hliðar þar sem sá síðarnefndi væri einfaldlega heltekin af bandaríska rapparanum Tupac Shakur. Foxhoven er sagður hafa sent um 350 blaðsíðna virði af tölvupóstum tengdum rapparanum á fjölmarga starfsmenn félagsviðs Iowa. Þá hélt Foxhoven um árabil upp á „Tupac-föstudaga“ á vinnustaðnum þar sem hann spilaði tónlist rapparans hátt og snjallt. Kornið sem fyllti mælinn var síðan þegar Foxhoven sendi tölvupóst á alla 4300 starfsmenn félagssviðs þann 16. júní síðastliðinn, á afmælisdegi Tupacs. 16. júní er einnig Feðradagurinn sem tekinn er nokkuð alvarlega í Bandaríkjunum. „Þið hafið nú þegar fengið frá mér póst með áminningu um að 16. júní er Feðradagurinn. Ég er viss um að þið vitið öll að 16. júní er líka afmælisdagur 2Pacs. (Hann hefði orðið 48 í dag, væri hann á lífi). Auðvitað mun ég halda upp á bæði Feðradaginn og afmælisdag 2Pacs. Ég vona að þið njótið dagsins líka, og takið ykkur tíma til þess að hlusta á eitt af lögum hans. (Erfitt að trúa því að hann sé búinn að vera farinn í næstum 23 ár)“ stóð meðal annars í póstinum. Í samtali við AP sagðist Foxhoven ekki hafa fengið útskýringu á brottrekstri sínum, en honum þætti ólíklegt að það væri vegna Tupac-póstanna. Þeir hafi verið sendir til þess að reyna að vinna gegn fordómafullum staðalímyndum rapptónlistar. Here is the email 66 year old Jerry Foxhoven sent to his staff, the day he was fired. He notes 2Pac's bday is also Father's day "Hard to believe he has been gone for almost 23 years" By all accounts, a kind email pic.twitter.com/ohSxSVpzJL — Tim Mak (@timkmak) July 17, 2019
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira