Margfalda þarf framlög til mæðraverndar Heimsljós kynnir 19. júlí 2019 12:45 Ljósmynd frá Malaví. gunnisal Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sjóðurinn hefur látið reikna út fjármagnsþörf til að draga úr mæðradauða í samræmi við heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin kveða á um að ekki fleiri en 70 mæður látist af barnsförum miðað við hundrað þúsund fædd börn. Bein árleg útgjöld, til þess að standa straum af kostnaði vegna heilbrigðisstarfsfólks, lyfja og búnaðar sem tengist fæðingu, þyrftu að vera 7,8 milljaðrar bandarískra dala, en til samanburðar var fjármagn til málaflokksins einungis 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mat vísindamanna frá UNFPA og Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Framlagsríki hafa dregið úr framlögum á þessu sviði á síðustu árum. Á árunum 2013 til 2017 minnkuðu framlög úr 4,4 milljörðum bandarískra dala niður í 3,9 milljaðra. Þar munar mestu um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að stöðva fjárveitingar til UNFPA sem stjórnvöld telja að taki þátt í þvinguðu þungunarrofi eða ófrjósemisaðgerðum. Sjóðurinn hefur ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann styðji hvorugan verknaðinn. Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) létust 216 konur af barnsförum árið 2015 miðað við hundruð þúsund fædd börn. Í fátækustu ríkjum heims hækkar hlutfallið í 436 konur. Nýjar tölur eru væntanlegar síðar á árinu. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikið áhersla á lýðheilsu og sérstaka að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. Í öðru samstarfsríkinu, Malaví, var snemma á þessu ári opnuð ný glæsileg fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi-bænum. Á sömu lóð er rekin miðstöð ungbarnaeftirlits og mæðraverndar. Á síðasta ári voru enn fremur teknar í notkun sex fæðingardeildir og jafnmörg biðskýli fyrir verðandi mæður í strjálbýli Mangochi héraðs, auk þess sem héraðsstjórnin fékk fimm sjúkrabifreiðar sem nýtast meðal annars konum í barnsnauð. Á árunum 2012 til 2017 fækkaði konum í héraðinu sem deyja af barnsförum um 40%. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sjóðurinn hefur látið reikna út fjármagnsþörf til að draga úr mæðradauða í samræmi við heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin kveða á um að ekki fleiri en 70 mæður látist af barnsförum miðað við hundrað þúsund fædd börn. Bein árleg útgjöld, til þess að standa straum af kostnaði vegna heilbrigðisstarfsfólks, lyfja og búnaðar sem tengist fæðingu, þyrftu að vera 7,8 milljaðrar bandarískra dala, en til samanburðar var fjármagn til málaflokksins einungis 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mat vísindamanna frá UNFPA og Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Framlagsríki hafa dregið úr framlögum á þessu sviði á síðustu árum. Á árunum 2013 til 2017 minnkuðu framlög úr 4,4 milljörðum bandarískra dala niður í 3,9 milljaðra. Þar munar mestu um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að stöðva fjárveitingar til UNFPA sem stjórnvöld telja að taki þátt í þvinguðu þungunarrofi eða ófrjósemisaðgerðum. Sjóðurinn hefur ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann styðji hvorugan verknaðinn. Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) létust 216 konur af barnsförum árið 2015 miðað við hundruð þúsund fædd börn. Í fátækustu ríkjum heims hækkar hlutfallið í 436 konur. Nýjar tölur eru væntanlegar síðar á árinu. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikið áhersla á lýðheilsu og sérstaka að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. Í öðru samstarfsríkinu, Malaví, var snemma á þessu ári opnuð ný glæsileg fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi-bænum. Á sömu lóð er rekin miðstöð ungbarnaeftirlits og mæðraverndar. Á síðasta ári voru enn fremur teknar í notkun sex fæðingardeildir og jafnmörg biðskýli fyrir verðandi mæður í strjálbýli Mangochi héraðs, auk þess sem héraðsstjórnin fékk fimm sjúkrabifreiðar sem nýtast meðal annars konum í barnsnauð. Á árunum 2012 til 2017 fækkaði konum í héraðinu sem deyja af barnsförum um 40%. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent