Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 18:45 Airbus farþegaþota með skráningarnúmerið TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá lokum mars. vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent