Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 14:57 Nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, Annegret Kramp-Karrenbauer, ásamt forvera sínum í starfi, Ursulu von der Leyen. Vísir/Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32