Kolbeinn Sigþórsson minnti rækilega á sig um síðustu helgi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.
Þetta voru fyrstu mörk Kolbeins í langan tíma. Þetta var jafnframt annar leikur hans í byrjunarliði síðan hann gekk í raðir sænsku meistaranna.
Skilaði frammistaðan honum sæti í liði 15.umferðar Allsvenskan hjá sænska dagblaðinu Expressen.
Ærið verkefni bíður Kolbeins og félaga í kvöld þar sem þeir taka á móti Ararat frá Armeníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Armenarnir unnu fyrri leikinn 2-1.
Kolbeinn í liði umferðarinnar í Svíþjóð
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





