Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 11:32 Trump og Kim á hlutlausa svæðinu 30. júní. Bandaríkjaforseti hefur ausið einræðisherrann lofi undanfarin misseri. Vísir/AP Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44