Sushistaður vaktaður eftir að lögregla var kölluð út vegna mörgæsa Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 11:05 Parið fékkst ekki til að tjá sig um tilætlanir sínar við lögreglu. RNZ Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi. Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi.
Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira