Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2019 19:00 Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira