Orkuspá missir marks Sigurður Hannesson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Sigurður Hannesson Stóriðja Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar