Orkuspá missir marks Sigurður Hannesson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Sigurður Hannesson Stóriðja Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun