Arnór Smárason tryggði Lilleström sigur á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Arnór skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og tryggði heimamönnum tveggja marka forystu í hálfleik.
Gestirnir í Strömsgodset minnkuðu muninn á 73. mínútu með marki frá Kristoffer Tokstad en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Lilleström.
Lilleström er í 10. sæti deildarinnar með 18 stig en Strömsgodset vermir botninn.
Arnór tryggði Lilleström sigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





