Óeðlilegt að velta raforkuskorti á almenning Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 19:45 Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30
Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00