Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2019 16:04 Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum og íþróttakennari, sem er illa bitin eftir lúsmý. Hann hefur haft í nógu að snúast um helgina því hann stýrði körfuboltabúðum Hrunamanna þar sem um 140 krakkar voru skráðir til leiks. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað. Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað.
Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53
Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15