Þetta eru fyrstu félagsliðamörk Kolbeins í þrjú og hálft ár en síðasta deildarmark sem hann skoraði kom með Nantes í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux í janúarmánuði 2016.
Frábær tíðindi fyrir íslenskan fótbolta ef Kolbeinn er að komast aftur á skrið en mörkin skoraði hann bæði í fyrri hálfleik. Fyrra markið á 24. mínútu og það síðara stundarfjórðungi síðar.
Kolbeinn spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins fyrir AIK sem er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Malmö. Í þeim leikjum sem Kolbeinn hefur komið við sögu hjá AIK, hefur liðið ekki tapað.
En av säsongens hittills bästa AIK-halvlekar är över och vi har 2-0 på resultattavlan efter dubbla mål från Kolbeinn Sigþórsson. 45 minuter kvar att kämpa! pic.twitter.com/GdUf5Riq4g
— AIK Fotboll (@aikfotboll) July 13, 2019
Óttar Magnús Karlsson spilaði fyrri hálfleikinn er Mjällby vann 2-1 sigur á Frej Tåby. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er þjálfari Mjällby sem er í öðru sæti deildarinnar.
Í Noregi spilaði Samúel Kári Friðjónsson allan tímann fyrir Viking sem töpuðu 5-1 fyrir norsku meisturunum í Rosenborg. Nýliðarnir í Víking eru í áttunda sæti deildarinnar eftir fjórtán leiki.