Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:50 Líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni. Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni.
Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30