Staðan var markalaus í hálfleik og á 85. mínútu var Mikael Anderson skipt inn á. Mikael var á láni hjá Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur verið í herbúðum Midtjylland í langan tíma.
89: MÅL! FC Midtjylland scorer til 1-0 - målscorer Mikael Anderson (1-0) #fcmlive#fcmefb
— FC Midtjylland LIVE (@fcm_LIVE) July 12, 2019
Hann hefur þó bara spilað tvo leiki fyrir aðallið félagsins en hann þakkaði heldur betur traustið í kvöld og tryggði bikarmeisturunum þrjú stig í fyrsta leik tímabilsins. Markið skoraði hann eftir undirbúning hins brasilíska Evander í uppbótartíma.
Mikael á tíu leiki fyrir U21-árs landslið Íslands og einn fyrir A-landsliðið en það var í 6-0 sigri á Indónesíu í janúarmánuði á síðasta ári.
FCM-matchvinder: Det har jeg drømt om https://t.co/iTdhhvGhSV
— bold.dk (@bolddk) July 12, 2019