Eftirlætissonur Framlingham staðfesti þetta í viðtali við útvarpsmannin Charlamagne Tha God, þar sem hann ræddi um nýjustu plötu sína, No.6 Collaborations Project. Í einu lagi á plötunni, Remember the Name, vísar Sheeran til eiginkonu sinnar.
„Ég vissi að við yrðum gift áður lagið kæmi út,“ sagði Sheeran í viðtalinu.
Breskir slúðurmiðlar höfðu áður greint frá því að parið hefði gengið í það heilaga fyrir síðustu jól,að viðstöddum um 40 úr hópi fjölskyldu og vina.
Sheeran og Seaborn kynntust í grunnskóla í austurhluta Englands. Þau voru aðeins vinir um hríð en byrjuðu saman árið 2015, en þá fór Seaborn í heimsreisu með unnusta sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónlistinni árið 2016. Þau tilkynntu um trúlofun sína á síðasta ári.