Hverfult jökullón í Kverkfjöllum horfið aftur Kjartan Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 13:45 Svona var umhorfs þar sem Galtárlón var áður 6. júlí. Botn lónsins og hverirnir sem áður voru undir vatni blöstu við. Tómas Guðbjartsson Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason
Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15
Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00