Katrín Tanja: Stundum er best að æfa ein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 11:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum um næstu mánaðamót. Hún segir frá einu „leyndarmáli“ í heimildarmynd fyrir CrossFit-leikana. Eins og alltaf er mikil athygli á íslensku CrossFit-stelpunum og þær eru oft með myndavélar á sér í aðdraganda heimsleikanna. Svo er einnig nú en Comptrain hefur sett saman heimildarmynd um undirbúning Katrínar Tönju fyrir leikana í ár. Þetta verða sjöundu heimsleikar Katrínar Tönju á ferlinum en hún er hefur unnið tvisvar (2015 og 2016) og varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra. Katrín Tanja setti inn stutta stiklu úr heimildarmyndinni inn á Instagram síðu sína og þar er þess 26 ára CrossFit-stjarna að tala um muninn á að æfa í hóp eða að æfa einsömul. „Ég elska að æfa með öðru fólki. Stundum er samt best að æfa ein ef ég ætla að vera örugg um að ég hafi verið að gera mitt besta,“ segir Katrín Tanja en það smá sjá stikluna hér fyrir neðan. Katrín Tanja talar þar á ensku. View this post on InstagramDid you do YOUR best? - I LOVE training with people. But sometimes training alone is the best at making me question if it was MY best. - You can go faster than someone, but it wasn’t the best you could’ve done. You can be beat by someone, but it was your absolute best result. - It’s you vs you. BE YOUR BEST - @comptrain.co Games prep camp DOCUMENTARY COMING OUT NEXT WEEK! Ahhhhh! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 11, 2019 at 5:54am PDT „Mér finnst rosalega gott að æfa ein því það þvingar mig til að vera alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég hafi verið að gera mitt besta. Þá snýst þetta ekki um að vera á undan einhverjum öðrum heldur er þetta aðeins spurningin um hvort ég hafi gert mitt allra besta,“ segir Katrín Tanja. „Þú getur farið hraðar en einhver en var það samt þitt besta. Þú getur unnið einhvern en þurfti þitt besta til þess,“ spyr Katrín Tanja. Heimspekilega pælingar hjá okkar konu en eins og með allar CrossFit-stjörnur þá kostar það mikla vinnu að halda sér í hópi þeirra bestu í heimi. Heimsleikarnir í Madison fara fram 29. júlí til 4. ágúst næstkomandi og það er því farið að styttast í þá. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Íslenska CrossFit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum um næstu mánaðamót. Hún segir frá einu „leyndarmáli“ í heimildarmynd fyrir CrossFit-leikana. Eins og alltaf er mikil athygli á íslensku CrossFit-stelpunum og þær eru oft með myndavélar á sér í aðdraganda heimsleikanna. Svo er einnig nú en Comptrain hefur sett saman heimildarmynd um undirbúning Katrínar Tönju fyrir leikana í ár. Þetta verða sjöundu heimsleikar Katrínar Tönju á ferlinum en hún er hefur unnið tvisvar (2015 og 2016) og varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra. Katrín Tanja setti inn stutta stiklu úr heimildarmyndinni inn á Instagram síðu sína og þar er þess 26 ára CrossFit-stjarna að tala um muninn á að æfa í hóp eða að æfa einsömul. „Ég elska að æfa með öðru fólki. Stundum er samt best að æfa ein ef ég ætla að vera örugg um að ég hafi verið að gera mitt besta,“ segir Katrín Tanja en það smá sjá stikluna hér fyrir neðan. Katrín Tanja talar þar á ensku. View this post on InstagramDid you do YOUR best? - I LOVE training with people. But sometimes training alone is the best at making me question if it was MY best. - You can go faster than someone, but it wasn’t the best you could’ve done. You can be beat by someone, but it was your absolute best result. - It’s you vs you. BE YOUR BEST - @comptrain.co Games prep camp DOCUMENTARY COMING OUT NEXT WEEK! Ahhhhh! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 11, 2019 at 5:54am PDT „Mér finnst rosalega gott að æfa ein því það þvingar mig til að vera alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég hafi verið að gera mitt besta. Þá snýst þetta ekki um að vera á undan einhverjum öðrum heldur er þetta aðeins spurningin um hvort ég hafi gert mitt allra besta,“ segir Katrín Tanja. „Þú getur farið hraðar en einhver en var það samt þitt besta. Þú getur unnið einhvern en þurfti þitt besta til þess,“ spyr Katrín Tanja. Heimspekilega pælingar hjá okkar konu en eins og með allar CrossFit-stjörnur þá kostar það mikla vinnu að halda sér í hópi þeirra bestu í heimi. Heimsleikarnir í Madison fara fram 29. júlí til 4. ágúst næstkomandi og það er því farið að styttast í þá.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira