Ameríkanar endurreisa WOW Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Wow air var tekið til gjaldþrotaskipta í mars á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15