Reiknað með tvöföldun íbúafjölda í Afríku fram til 2050 Heimsljós kynnir 11. júlí 2019 16:15 Þótt dregið hafi úr fæðingartíðni í Afríku er spáð mikilli fjölgun á næstu áratugum. gunnisal Fyrir rúmum þrjátíu árum voru íbúar jarðarinnar fimm milljarðar. Það hafði tekið mannkynið þúsundir ára að ná þeirri stærð. Á síðustu þremur áratugum hefur fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga. Mismikið þó eftir heimshlutum og hvergi jafn mikið og í Afríkuríkjum. Í dag er alþjóðlegi mannfjöldadagurinn. Sameinuðu þjóðirnar kynntu þennan alþjóðadag til sögunnar árið 1989 í þeim tilgangi að beina sjónum að þeim vandamálum sem fylgja fjölgun mannkyns. Jarðarbúar eru núna 7,7 milljarðar og samkvæmt mannfjöldaspám fjölgar íbúum jarðar um tvo milljarða fram til ársins 2050. Sú fjölgun verður langmest í Afríku og þar er reiknað með að íbúafjöldinn tvöfaldist, fari úr 1,3 milljörðum í 2,5 milljarða árið 2050. Innan Afríku verður mannfjölgun mest í Níger. Þar þrefaldast íbúatalan fram til 2050. Þess sjást reyndar greinileg merki að hægt hefur á barnsfæðingum í Afríku. Meðaltalið 4,7 börn á hverja konu í Níger þykir há tala en hefði ekki þótt það fyrir fáeinum árum. Í 25 þjóðríkjum hefur meðaltalið lækkað ár frá ári, um heilt prósentustig frá árinu 2010. Þar munar miklu um færri fæðingar í Kína og Japan. Á árinu 1990 áttu konur í heiminum að meðaltali 3,2 börn en í dag stendur þessi tala í 2,5 og spáð er frekari fækkun barnsfæðinga. Lífslíkur fólks hafa aukist hratt á síðustu árum, mismikið þó eftir heimshlutum. Spáð er áframhaldandi hækkun meðalaldurs og reiknað með að hann hafi hækkað úr 72,6 árum í 77,1 ár árið 2050. Í fátækustu ríkjunum er meðaltalið 7,4 árum lægra, að langmestu leyti vegna þess að barna- og mæðradauði er útbreiddur í lágtekjuríkjum og eins taka vopnuð átök sinn toll í löndum þar sem ófriður ríkir. Meðalaldur jarðarbúa hækkar nánast hvarvetna í heiminum, þó mest í Afríkuríkjum. Og á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fólk eldra en 65 ára varð fjölmennara en börn yngri en fimm ára. Með öðrum orðum: lengra líf, færri börn. Þeirri þróun fylgja nýjar efnahagslegar og félagslegar áskoranir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Fyrir rúmum þrjátíu árum voru íbúar jarðarinnar fimm milljarðar. Það hafði tekið mannkynið þúsundir ára að ná þeirri stærð. Á síðustu þremur áratugum hefur fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga. Mismikið þó eftir heimshlutum og hvergi jafn mikið og í Afríkuríkjum. Í dag er alþjóðlegi mannfjöldadagurinn. Sameinuðu þjóðirnar kynntu þennan alþjóðadag til sögunnar árið 1989 í þeim tilgangi að beina sjónum að þeim vandamálum sem fylgja fjölgun mannkyns. Jarðarbúar eru núna 7,7 milljarðar og samkvæmt mannfjöldaspám fjölgar íbúum jarðar um tvo milljarða fram til ársins 2050. Sú fjölgun verður langmest í Afríku og þar er reiknað með að íbúafjöldinn tvöfaldist, fari úr 1,3 milljörðum í 2,5 milljarða árið 2050. Innan Afríku verður mannfjölgun mest í Níger. Þar þrefaldast íbúatalan fram til 2050. Þess sjást reyndar greinileg merki að hægt hefur á barnsfæðingum í Afríku. Meðaltalið 4,7 börn á hverja konu í Níger þykir há tala en hefði ekki þótt það fyrir fáeinum árum. Í 25 þjóðríkjum hefur meðaltalið lækkað ár frá ári, um heilt prósentustig frá árinu 2010. Þar munar miklu um færri fæðingar í Kína og Japan. Á árinu 1990 áttu konur í heiminum að meðaltali 3,2 börn en í dag stendur þessi tala í 2,5 og spáð er frekari fækkun barnsfæðinga. Lífslíkur fólks hafa aukist hratt á síðustu árum, mismikið þó eftir heimshlutum. Spáð er áframhaldandi hækkun meðalaldurs og reiknað með að hann hafi hækkað úr 72,6 árum í 77,1 ár árið 2050. Í fátækustu ríkjunum er meðaltalið 7,4 árum lægra, að langmestu leyti vegna þess að barna- og mæðradauði er útbreiddur í lágtekjuríkjum og eins taka vopnuð átök sinn toll í löndum þar sem ófriður ríkir. Meðalaldur jarðarbúa hækkar nánast hvarvetna í heiminum, þó mest í Afríkuríkjum. Og á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fólk eldra en 65 ára varð fjölmennara en börn yngri en fimm ára. Með öðrum orðum: lengra líf, færri börn. Þeirri þróun fylgja nýjar efnahagslegar og félagslegar áskoranir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent