Bandarísku þingkonurnar leggja fótboltakonunum lið í launabaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 10:00 Megan Rapinoe í skrúðgöngunni í gær. Getty/ John Lamparski Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fór fylktu liði um Manhattan í gær og fagnaði heimsmeistaratitli sínum með löndum sínum og öðrum í New York borg. Þær fengu allar afhentan lykil af New York en fengu auk þess góðar fréttir úr bandaríska þinginu. Bandaríska liðið varð á dögunum heimsmeistari í fjórða sinn en liðið hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Evrópumeisturum Hollands í úrslitaleiknum í Lyon á sunnudaginn en með þessum tveimur mörkum sló bandaríska liðið markametið á HM. Það er minna að frétta af karlalandsliði Bandaríkjanna sem tapaði seinna sama kvöld fyrir Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins. Þrátt fyrir að bandaríska kvennalandsliðið sé sigursælasta kvennalandslið sögunnar og karlaliðið hafi ekki komist inn á síðasta heimsmeistaramót þá fá landsliðsmennirnir enn mun meiri pening frá bandaríska knattspyrnusambandinu en landsliðskonurnar.America cheered as our women’s team won a historic fourth World Cup, but our support shouldn’t end with ticker-tape parades. Senator @PattyMurray and I introduced a bill to ensure all U.S. women’s national teams receive fair and equal pay in their sports. https://t.co/y0KVOBlYNq — Sen Dianne Feinstein (@SenFeinstein) July 10, 2019Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa ekki aðeins talað gegn þessu misrétti heldur fóru þær alla leið og kærðu bandaríska knattspyrnusambandið fyrir mismunun á milli kynja. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Velgengi kvennalandsliðsins er líka að skila bandaríska sambandinu meiri tekjum. Á árunum 2016 til 2018 fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennalandsliðsins á móti 49,9 milljónum dollara í tekjur af leikjum karlaliðsins. Eftir þá athygli sem kvennaliðið fékk í sumar og annan heimsmeistaratitil þess í röð eru þessar tölur hjá konunum aðeins að fara að hækka. En aftur af góðu fréttunum. Bandarísku þingkonurnar eru búnar að leggja bandarísku fótboltakonunum lið í baráttunni. Þingkonurnar ákváðu líka að nota daginn í gær, þegar mikil athygli var á bandarísku landsliðskonunum í öllum fjölmiðlum landsins, til að leggja fram nýtt frumvarp. Frumvarpið heitir „Athletics Fair Pay Act“ eða „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna hvort sem þau séu bara áhugafólk eða á leið á næstu Ólympíuleika. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30 Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30 Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45 Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Sú besta og markahæsta ætlar ekki í heimsókn til Trump Hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótinu, sem og gegn Donald Trump. 7. júlí 2019 17:52 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fór fylktu liði um Manhattan í gær og fagnaði heimsmeistaratitli sínum með löndum sínum og öðrum í New York borg. Þær fengu allar afhentan lykil af New York en fengu auk þess góðar fréttir úr bandaríska þinginu. Bandaríska liðið varð á dögunum heimsmeistari í fjórða sinn en liðið hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Evrópumeisturum Hollands í úrslitaleiknum í Lyon á sunnudaginn en með þessum tveimur mörkum sló bandaríska liðið markametið á HM. Það er minna að frétta af karlalandsliði Bandaríkjanna sem tapaði seinna sama kvöld fyrir Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins. Þrátt fyrir að bandaríska kvennalandsliðið sé sigursælasta kvennalandslið sögunnar og karlaliðið hafi ekki komist inn á síðasta heimsmeistaramót þá fá landsliðsmennirnir enn mun meiri pening frá bandaríska knattspyrnusambandinu en landsliðskonurnar.America cheered as our women’s team won a historic fourth World Cup, but our support shouldn’t end with ticker-tape parades. Senator @PattyMurray and I introduced a bill to ensure all U.S. women’s national teams receive fair and equal pay in their sports. https://t.co/y0KVOBlYNq — Sen Dianne Feinstein (@SenFeinstein) July 10, 2019Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa ekki aðeins talað gegn þessu misrétti heldur fóru þær alla leið og kærðu bandaríska knattspyrnusambandið fyrir mismunun á milli kynja. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Velgengi kvennalandsliðsins er líka að skila bandaríska sambandinu meiri tekjum. Á árunum 2016 til 2018 fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennalandsliðsins á móti 49,9 milljónum dollara í tekjur af leikjum karlaliðsins. Eftir þá athygli sem kvennaliðið fékk í sumar og annan heimsmeistaratitil þess í röð eru þessar tölur hjá konunum aðeins að fara að hækka. En aftur af góðu fréttunum. Bandarísku þingkonurnar eru búnar að leggja bandarísku fótboltakonunum lið í baráttunni. Þingkonurnar ákváðu líka að nota daginn í gær, þegar mikil athygli var á bandarísku landsliðskonunum í öllum fjölmiðlum landsins, til að leggja fram nýtt frumvarp. Frumvarpið heitir „Athletics Fair Pay Act“ eða „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna hvort sem þau séu bara áhugafólk eða á leið á næstu Ólympíuleika. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30 Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30 Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45 Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Sú besta og markahæsta ætlar ekki í heimsókn til Trump Hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótinu, sem og gegn Donald Trump. 7. júlí 2019 17:52 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30
Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30
Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45
Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45
Sú besta og markahæsta ætlar ekki í heimsókn til Trump Hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótinu, sem og gegn Donald Trump. 7. júlí 2019 17:52