Ungir drengir slá í gegn með Blóðmör Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 14:56 Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum. Blóðmör Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira