Herra Hnetusmjör opnar sendiráð Kópavogs í Austurstræti Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 14:10 Rapparinn Herra Hnetusmjör. FBL/ERNIR „Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“ Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“
Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira