Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 13:29 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og nefndarmaður Utanríkismálanefndar Alþingis segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn. Hún segir málið þarfnast frekari umræðu í þinginu. Í grein Ögmundar Jónassonar sem hann birti á vefsíðu sinni í gær segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG og nefndarmaður í Utanríkismálanefnd Alþingis tekur undir orð Ögmundar. „Ég tek undir orð Ögmundar, það er bagalegt að þetta sé að fara fram á vakt VG í ríkisstjórn,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Greinin er birt í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Rósa Björk segir að frekari umræðu um uppbygginguna skorti á þingi. „Ég studdi heldur ekki tilfærslu á 300 milljónum á þróunarfjármunum yfir í uppbyggingu og viðhald á varnarmannvirkjum sem mér fannst ótækt og studdi því ekki í atkvæðagreiðslu á þingi. Ég hef ítrekað óskað eftir því að við tökum þinglega umræðu inni á þingi um uppbyggingu af þessum toga,“ sagði Rósa. Þá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Í grein Ögmundar biðlar hann til VG að grípa í taumana. „Ég tek bara undir áskorun Ögmundar,“ sagði Rósa Björk. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og nefndarmaður Utanríkismálanefndar Alþingis segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn. Hún segir málið þarfnast frekari umræðu í þinginu. Í grein Ögmundar Jónassonar sem hann birti á vefsíðu sinni í gær segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG og nefndarmaður í Utanríkismálanefnd Alþingis tekur undir orð Ögmundar. „Ég tek undir orð Ögmundar, það er bagalegt að þetta sé að fara fram á vakt VG í ríkisstjórn,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Greinin er birt í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Rósa Björk segir að frekari umræðu um uppbygginguna skorti á þingi. „Ég studdi heldur ekki tilfærslu á 300 milljónum á þróunarfjármunum yfir í uppbyggingu og viðhald á varnarmannvirkjum sem mér fannst ótækt og studdi því ekki í atkvæðagreiðslu á þingi. Ég hef ítrekað óskað eftir því að við tökum þinglega umræðu inni á þingi um uppbyggingu af þessum toga,“ sagði Rósa. Þá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Í grein Ögmundar biðlar hann til VG að grípa í taumana. „Ég tek bara undir áskorun Ögmundar,“ sagði Rósa Björk.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03