Hvítur hvítur dagur valin best í Króatíu Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 10:42 Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu síðastliðið laugardagskvöld. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Dómnefndin sagði myndina takast á við þær tilfinningar sem fylgja ástvinamissa á óvenjulegan hátt. Ljúfsár túlkun á önugum og þunglyndum lögreglumanni snart dómnefndina djúpt sem var einróma í sinni niðurstöðu. Þetta eru þriðju verðlaun myndarinnar en Ingvar vann Louis Roederer Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig leikaraverðlaunin á Alþjóðlegu Transilvaníu Kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu. Kvikmyndin Hvítur Hvítur Dagur verður frumsýnd 6.september hér á landi. Myndin segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu síðastliðið laugardagskvöld. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Dómnefndin sagði myndina takast á við þær tilfinningar sem fylgja ástvinamissa á óvenjulegan hátt. Ljúfsár túlkun á önugum og þunglyndum lögreglumanni snart dómnefndina djúpt sem var einróma í sinni niðurstöðu. Þetta eru þriðju verðlaun myndarinnar en Ingvar vann Louis Roederer Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig leikaraverðlaunin á Alþjóðlegu Transilvaníu Kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu. Kvikmyndin Hvítur Hvítur Dagur verður frumsýnd 6.september hér á landi. Myndin segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein