Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:00 Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búðunum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. Nordicphotos/Getty Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira