Kýr á vatnsdýnum í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2019 19:30 Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti er um 4.000 fermetrar á stærð og er allt hið glæsilegasta. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“. Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“.
Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira