Þrír teknir af lífi í Barein eftir óréttlát réttarhöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2019 22:05 Mótmælendur halda uppi myndum af Ali Abdulghani, 18 ára gömlum stráki sem dó vegna sára sinna sem hann hlaut þegar lögregla réðst gegn mótmælendum í Barein. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Sayed Baqer AlKamel Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga. Barein Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga.
Barein Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira