Rúrik Gíslason og félagar í þýska félaginu Sandhausen byrjuðu þýsku B-deildina á jafntefli við Holstein Kiel í fyrstu umferðinni dag.
Gestirnir í Sandhausen komust yfir eftir aðeins fjórar mínútur þegar Kevin Behrens skoraði. Heimamenn jöfnuðu hins vegar leikinn á 52. mínútu með marki frá Emmanuel Iyoha.
Hvorugu liðinu tókst að sækja sigurmark, en bæði áttu þau aðeins þrjú skot á markið. Lokatölur 1-1.
Rúrik spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen.
