Grótta og Þór gerðu 1-1 jafntefli í toppslag á Seltjarnanesi í kvöld en mikil hiti var í leiknum enda mikið undir.
Liðin voru í öðru og þriðja sæti Inkasso-deildarinnar fyrir leikinn en Þór var stigi á undan nýliðunum fyrir leikinn í kvöld.
Grótta komst yfir með marki frá Arnari Helgasyni sem fékk skömmu síðar rautt spjald. 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Rick Ten Voorde metin fyrir Þór og lokatölur 1-1.
Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan sem og rauða spjaldið sem Gróttumenn voru mjög svo ósáttir við.
Sjáðu mörkin tvö og rauða spjaldið sem Gróttumenn voru ósáttir við
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
