Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 22:15 Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll
Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50
Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30
Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51