Fordæma „opinbera aðför“ þingmanna Pírata gegn Birgittu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 13:26 Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu Jónsdóttur í trúnaðarráð Pírata. Vísir/Samsett Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04
Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00