Umdeilt Panamafélag í 277 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:57 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar. Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar.
Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28