Rúnar Páll: Hrikalega stoltur af liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2019 21:43 Jóhann Laxdal í baráttunni í kvöld. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15