Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 12:45 Alan Schmegelsky (t.v.) telur ólíklegt að hann sjái son sinn aftur á lífi. Bryer Schmegelsky (t.h.) og Kam McLeod og eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra. Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra.
Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08