Meinaður aðgangur á Austur fyrir að vera samkynhneigður: „Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2019 19:30 Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi. Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi.
Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira