Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:45 Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. Vísir/ap Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12
Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41