Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 07:50 Michele Ballarin segir Skúla Mogensen ekki tengjast nýja flugfélaginu. Hún þekki hann þó vel. Vísir/getty Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segist í viðtali við ViðskiptaMoggann í morgun hafa tryggt félaginu allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna, til rekstursins. Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin.Sjá einnig: Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma á Íslandi hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar rétt hjá Katrínartúni Þá lýsir Ballarin því hvernig hún hafi komið til Íslands daginn eftir fall WOW air. Hún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er.“ Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SoutWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni. Þá verði þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með, allar af gerðinni Airbus A321 NEO. Hún segir Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, jafnframt ekki tengjast félaginu. Greiðslum „að ljúka“ Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 2 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna. Sú upphæð eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarðar króna. Þá er haft eftir Ballarin að greiðslum fyrir WOW „sé að ljúka“. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Áhyggjur af ítökum asískra fjárfesta á Íslandi Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Kínverja og annarra Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Ballarin óttast þennan sama uppgang á Íslandi og nefnir í því samhengi fjárfestingu asísks viðskiptamanns í hótelrekstri hér á landi, en ætla má að þar sé átt við kaup auðkýfingsins Vincents Tan á hótelum Icelandair. „Ég vil að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga,“ segir Ballarin. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum. Fjallað var um Ballarin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Mark Mazzetti, blaðamann New York Times, sem fjallað hefur um Ballarin í blaðagreinum og bók. Hann sagði það ekki koma sér á óvart að Ballarin hygðist fjárfesta í þrotabúi WOW air, hún eigi það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segist í viðtali við ViðskiptaMoggann í morgun hafa tryggt félaginu allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna, til rekstursins. Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin.Sjá einnig: Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma á Íslandi hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar rétt hjá Katrínartúni Þá lýsir Ballarin því hvernig hún hafi komið til Íslands daginn eftir fall WOW air. Hún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er.“ Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SoutWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni. Þá verði þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með, allar af gerðinni Airbus A321 NEO. Hún segir Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, jafnframt ekki tengjast félaginu. Greiðslum „að ljúka“ Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 2 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna. Sú upphæð eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarðar króna. Þá er haft eftir Ballarin að greiðslum fyrir WOW „sé að ljúka“. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Áhyggjur af ítökum asískra fjárfesta á Íslandi Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Kínverja og annarra Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Ballarin óttast þennan sama uppgang á Íslandi og nefnir í því samhengi fjárfestingu asísks viðskiptamanns í hótelrekstri hér á landi, en ætla má að þar sé átt við kaup auðkýfingsins Vincents Tan á hótelum Icelandair. „Ég vil að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga,“ segir Ballarin. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum. Fjallað var um Ballarin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Mark Mazzetti, blaðamann New York Times, sem fjallað hefur um Ballarin í blaðagreinum og bók. Hann sagði það ekki koma sér á óvart að Ballarin hygðist fjárfesta í þrotabúi WOW air, hún eigi það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00