„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 12:23 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30