Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 12:07 Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt. Vísir/EPA Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“ Kanada Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“
Kanada Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira