Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 12:07 Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt. Vísir/EPA Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“ Kanada Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“
Kanada Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira