Anton Sveinn með þriðja Íslandsmetið sitt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Anton Sveinn McKee er að bæta Íslandsmetin sín á HM. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Sund Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari
Sund Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira