Anton Sveinn með þriðja Íslandsmetið sitt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Anton Sveinn McKee er að bæta Íslandsmetin sín á HM. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Sund Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari
Sund Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira