Þrettán ára þráhyggja Hildur Björnsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:00 Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun