Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 18:30 Ein af flugvél WOW air þegar flugfélagið var í rekstri. Vísir/Vilhelm Kaupendur þrotabús WOW air funduðu með forsvarsmönnum Isavia fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Líklegt er að nýir eigendur flugfélagsins kynni fyrirætlanir sínar um rekstur þess í þessari viku. Fyrr í mánuðinum voru nær allar eignir flugfélagsins WOW air seldar úr þrotabúi félagsins. Kaupandinn er sagður vera Oasis Aviation Group sem stýrt er af Michelle Ballarin, bandarískri athafnakonu. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW Air, sagði í samtali við fréttastofu í dag að efni kaupsamningsins sé trúnaðarmál og því geti hann ekki gefið upp hvernig greitt sé fyrir þrotabúið. Kröfufrestur í þrotabúið er til 3. ágúst og enn óljóst hver endanleg fjárhæð krafna verði. Það sem skili sér fari upp í forgangskröfur.Kaupendur þrotbúsins funduðu með Isavia fyrir helgi Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupanda þrotabúsins hefur ekki viljað gefa upp hver skjólstæðingur hans er. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll ítrekaði í samtali við fréttastofu í dag að kaupandinn muni kynna sig rækilega fyrir landi og þjóð þegar nauðsynlegir fundir með stjórnvöldum og stofnunum, um flugrekstur og flugrekstrarleyfi hafa átt sér stað. Fram hefur komið að félagið sem keypti þrotabúið geti ekki eitt og sér orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi. Samkvæmt lögum þurfa aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51%.Framhaldið líklega kynnt í þessari viku Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ballarin hafi verið verið stödd hér á landi fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgönguráðuneytinu hafa engir fundir verið haldnir þar eða með ráðherra vegna málsins og Samgöngustofa vildi hvorki játa því né neita að fundarhöld hefðu átt sér stað. Isavia staðfesti hins vegar að fundur hafi verið haldinn með kaupanda þrotabúsins fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að félagið muni kynni fyrirætlanir sínar með WOW air á næstunni, jafnvel í þessari viku. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Kaupendur þrotabús WOW air funduðu með forsvarsmönnum Isavia fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Líklegt er að nýir eigendur flugfélagsins kynni fyrirætlanir sínar um rekstur þess í þessari viku. Fyrr í mánuðinum voru nær allar eignir flugfélagsins WOW air seldar úr þrotabúi félagsins. Kaupandinn er sagður vera Oasis Aviation Group sem stýrt er af Michelle Ballarin, bandarískri athafnakonu. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW Air, sagði í samtali við fréttastofu í dag að efni kaupsamningsins sé trúnaðarmál og því geti hann ekki gefið upp hvernig greitt sé fyrir þrotabúið. Kröfufrestur í þrotabúið er til 3. ágúst og enn óljóst hver endanleg fjárhæð krafna verði. Það sem skili sér fari upp í forgangskröfur.Kaupendur þrotbúsins funduðu með Isavia fyrir helgi Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupanda þrotabúsins hefur ekki viljað gefa upp hver skjólstæðingur hans er. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll ítrekaði í samtali við fréttastofu í dag að kaupandinn muni kynna sig rækilega fyrir landi og þjóð þegar nauðsynlegir fundir með stjórnvöldum og stofnunum, um flugrekstur og flugrekstrarleyfi hafa átt sér stað. Fram hefur komið að félagið sem keypti þrotabúið geti ekki eitt og sér orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi. Samkvæmt lögum þurfa aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51%.Framhaldið líklega kynnt í þessari viku Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ballarin hafi verið verið stödd hér á landi fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgönguráðuneytinu hafa engir fundir verið haldnir þar eða með ráðherra vegna málsins og Samgöngustofa vildi hvorki játa því né neita að fundarhöld hefðu átt sér stað. Isavia staðfesti hins vegar að fundur hafi verið haldinn með kaupanda þrotabúsins fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að félagið muni kynni fyrirætlanir sínar með WOW air á næstunni, jafnvel í þessari viku.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00
Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00