Reyna að bjarga togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:37 Togarinn Orlik hefur legið við höfn í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Hér sést Orlik úr lofti fyrir miðju á mynd. Vísir/Vilhelm Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm Reykjanesbær Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm
Reykjanesbær Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira