Erlent

Stefnir í sigur flokks Zelensky forseta í Úkraínu

Eiður Þór Árnason skrifar
Volodymyr Zelensky hefur starfað sem leikari og grínisti en er nú valdamesti maður Úkraínu.
Volodymyr Zelensky hefur starfað sem leikari og grínisti en er nú valdamesti maður Úkraínu. Vísir/AP
Útgönguspár í Úkraínu spá því að flokkur Volodymyr Zelensky forseta muni hljóta sigur í þingkosningum sem fóru þar fram í dag.

Flokkur forsetans, sem er nefndur Servant of the People eða Þjónn fólksins eftir vinsælum sjónvarpsþætti sem forsetinn lék í, er spáð meirihluta á þinginu.

Zelensky vann stórsigur í forsetakosningum þar í landi í apríl síðastliðnum, en hefur átt erfitt með að fá stuðning þingsins fyrir ráðherravali sínu. Úr varð að hann kallaði skyndilega til þingkosninga í tilraun til þess að auka völd sín.

Forsetinn, sem á sér skamman feril í stjórnmálum, var fram að forsetakosningunum fyrst og fremst þekktur sem grínisti og fyrir hlutverk sitt í vinsælum sjónvarpsþáttum þar í landi.

Zelensky hefur heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu, gera umbætur á réttarkerfi landsins og skapa hvata fyrir erlenda fjárfestingu. Þá ætli hann sér að binda enda á átök Úkraínumanna við rússneska aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.

Gagnrýnendur hafa hins vegar sagt svör Zelensky um hvernig hann ætli sér að framfylgja stefnunni séu óljós.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×