Tvöfalt heljarstökk á torfærubíl | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 21. júlí 2019 16:45 Tilþrif Hauks um helgina voru algjörlega mögnuð! Sveinn Haraldsson Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira