Forsætisráðherra tilnefndur til verðlauna breskrar hugveitu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 10:37 Katrín Jakobsdóttir er sögð hafa staðið fyrir eftirtektarverðum aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár. Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár.
Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira