Spænskt úrvalsdeildarlið spilar á Samsung-vellinum í kvöld: "Alltaf spænskt veður í Garðabænum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2019 07:15 Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira